Dabbi í Nesi
Túngata 6 er enn í upprunalegu horfi a.m.k. utan dyra, nema hvað aðalinngangur hússins var um háar tröppur, sem voru við suðurgafl hússins. Innganginum var síðar breytt, þegar umferð jókst um götuna. Rétt við eldhúsið var skúr í portinu svokallaða, þar var sérstakur stóll fyrir karla og kerlingar sem komu til þess að fá í svanginn. Dabbi í Nesi, mjólkurpóstur á Seltjarnarnesi, og á sínum tíma ein af þekktustu fyllibyttum Reykjavíkur, sat í þessum stól og þáði kost hjá húsfrúnni á leið sinni út á Nes. Væri hann allsgáður fékk hann líka snafs, en aldrei ef hann var drukkinn. Hann þræddi Read more »