Lögmenn Íslaga hafa víðtæka þekkingu og reynslu af flestum hliðum viðskiptalífsins og veita viðskiptavinum sínum alhliða ráðgjöf, bæði varðandi almenn sem og sérhæfðari lagaleg atriði sem upp koma í fyrirtækjarekstri.
Lögmenn Íslaga hafa viðamikla reynslu af ráðgjöf og annarri lögmannsþjónustu á sviði fjármála- og félagaréttar. Á sviði fjármálaréttar má nefna fjárhagslega endurskipulagningu, lánasamninga, áreiðanleikakannanir, verðbréfaviðskipti og aðra fjármálastarfsemi. Á sviði félagaréttar veitum við fyrirtækjum af öllum stærðum og gerðum trausta alhliða þjónustu, þar á meðal um val á félagaformi og stofnun félags, yfirtöku félaga, breytingar á skipulagi og hlutafé, stjórnskipulagi og fleira.
Meðal viðskiptavina Íslaga eru innlend fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum auk erlendra stórfyrirtækja. Þá sinnum við einnig fjölþættum verkefnum fyrir opinbera aðila, innlenda sem erlenda.
Áratugareynsla lögmanna Íslaga tryggir viðskiptavinum okkar framúrskarandi þjónustu sem unnin er af kostgæfni við þau flóknu og fjölbreyttu lögfræðilegu viðfangsefni sem upp geta komið í nútíma þjóðfélagi. Við kappkostum að hafa á að skipta færasta og dugmesta starfsfólk sem völ er á til að tryggja vönduð vinnubrögð, skilvirkni og hámarksárangur í hverju verkefni.