Gildi

Okkar megin markmið er  að veita viðskiptavinum hagnýta ráðgjöf sem byggjast á yfirgripsmikilli þekkingu og skilningi á eðli og þörfum hvers og eins. Samband okkar við viðskiptavini einkennist af  einurð og umhyggjusemi og við kappkostum ætíð að vera áreiðanlegur og ábyrgur ráðgjafi í alla staði. Okkar helstu gildi eru:

Gæði
Við veitum viðskiptavinum okkar  hagnýta ráðgjöf byggða á yfirgipsmikilli faglegri og viðskiptalegri þekkingu sem við höfum aflað okkur.

Þekking á viðskiptavininum
Við tökum okkur tíma til að öðlast skilning á eðli og þörfum hvers og eins viðskiptavinar og umhverfi þeirra. Hagsmunir viðskiptavina okkar eru hjartað sem knýr starfsemi stofunnar og við kappkostum að veita þeim yfirburða þjónustu í öllum okkar störfum.

Samvinna
Við höfum skapað einstakt vinnuumhverfi sem dregur fram það besta í hverjum og einum liðsmanni til að við séum fær um að sinna öllum þörfum viðskiptavina okkar af kostgæfni. Við vinnum sem ein heild, erum einörð og natin við vinnu okkar, hvert annað og viðskiptavini okkar.

Ábyrgð
Við tökum ábyrgð á hvert öðru og öllum okkar athöfnum og á því að geta ávallt veitt viðskiptavinum okkar framúrskarandi faglega þjónustu.

Við sinnum störfum okkar meðvituð um samfélagslega ábyrgð lögmanna sem ber að efla rétt og hrinda órétti.