Saga hússins
Túngata 6 Talið er að Einar Jónsson stúdent, hafi manna fyrstur byggt á lóðinni árið 1835. Einnig átti Einar lóð sunnan götunnar og var þar brunnhús. Árið 1850 eignaðist Þórður Sveinbjörnsson háyfirdómari húsið. Hann var faðir Sveinbjörns Sveinbjörnssonar tónskálds. Þórður reisti nýtt hús á lóðinni, mun stærra. Árið 1875 lét kjörsonur Þórðar, Lárus Edv. Sveinbjörnsson dómstjóri, rífa húsið og byggði á lóðinni húsið sem enn stendur. Lárus Edvard Sveinbjörnsson var fæddur 31. ágúst 1834 í Reykjavík. Hann var kjörsonur Þórðar, en seinni kona hans var Kristine Cathrine Lauritzdóttir, móðir Lárusar Edv. Faðir hans var Hans Edvard Thomsen, verslunarstjóri í Reykjavík og Read more »